KNATTSPYRNA

FRÉTTIR

Fréttir frá knattspyrnudeild KR

16. apríl 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður haldinn í félagsheimilinu þriðjudaginn 29. apríl kl. 17:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, skv lögum félagsins. Framboðsfrestur til stjórnar er til miðnættis 24. apríl nk., framboðum skal skila til framkvæmdarstjóra félagsins, Pálma Rafns Pálmasonar, palmi@kr.is
11. apríl 2025
Aldís Ylfa Heimisdóttir landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur Köru Guðmundsdóttur í hóp sem tekur þátt í development móti sem haldið verður í Eistlandi dagana 28.apríl til 5. maí.  Hópinn í heild má sjá hér: https://www.ksi.is/.../Hopur-U16-kvenna-fyrir-UEFA.../
7. apríl 2025
Hér að neðan eru niðurstöður happdrættis á stuðnignsmannakvöldi KR klúbbsins frá því á föstudaginn. Vinninga má nálgast á skrifstofu fjármálastjóra félagsins, frá kl. 9-16. Vonandi var heppnin með þér - Vinningaskrá
31. mars 2025
Þeim fækkar jafnt og þétt þeim sem á lífi eru og léku með gullaldarliði KR frá árunum kringum 1960. Nú síðast er það Garðar Árnason sem kvaddi okkur, Garðar var fæddur 6. janúar 1938. Hann hóf ungur að æfa knattspyrnu með KR og þótti efnilegur. Garðar lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki árið 1957, og átti fast sæti í liðinu frá 1958 til og með 1963, yfirleitt á miðjunni, og stýrði henni gjarnan eins og herforingi, Garðar lék alls 97 leiki með meistaraflokki KR, og skoraði í þeim 3 mörk. Meðal annars lék hann alla leikina 10 með liðinu frækna sem vann Íslandsmótið 1959 með fullu húsi stiga, þegar leikin var tvöföld umferð í fyrsta skiptið. Garðar varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR: 1959, 1961 og 1963. Sömuleiðis varð hann þrisvar sinnum bikarmeistari: 1961, 1962 og 1963. Garðar lék alls 11 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1959-1963, og skoraði í þeim 1 mark – jöfnunarmarkið í 1:1 leiknum gegn Írum 1962. Hann átti nánast fast sæti í landsliðinu á þessum árum, ef hann var heill. Garðar var aðeins 25 ára þegar hann lagði skóna á hilluna haustið 1963. Það var mikil eftirsjá af því, enda var hann einn albesti knattspyrnumaður Íslands á þeim tíma. Á knatttspyrnuvellinum lét Garðar mikið að sér kveða en utan hans fór ekki mikið fyrir honum. Hann starfaði lengi sem verkamaður, m.a. við höfnina, en síðan hjá Borginni við ýmis störf, mest í Laugardalnum. Undir lokin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Höfða á Akranesi, þar sem hann naut góðrar aðhlynningar og lést þar þann 20. mars sl. Útför Garðars fór fram í kyrrþey. Blessuð sé minning Garðars Árnasonar.
25. mars 2025
Knattspyrnudeild KR og Bílaleiga Akureyrar hafa gert nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Langvinnt og farsælt samstarf heldur áfram sem er mikilvægt fyrir afreksstarf félagsins.  Við hvetjum KR-inga til að beina viðskiptum sínum til Bílaleigu Akureyrar.
17. mars 2025
Nú styttist heldur betur í að fótboltinn fari af stað, aðeins þrjár vikur í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni. Við erum tilbúin og kortin okkar eru komin í sölu. Vertu með okkur í sumar og styðjum okkar lið í bíðu og stríðu - Við erum KR. Miðasala er hafin hér Hlökkum til sumarsins með ykkur - sjáumst á vellinum!
17. mars 2025
Margrét Magnúsdóttir landsliðsþjálfari U15 kvenna hefur valið KR-inginn Rögnu Láru Ragnarsdóttur til æfinga dagana 18.-19. mars 2025. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ. Hópinn í heild má sjá hér
10. mars 2025
Aldís Ylfa Heimisdóttir landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið Köru Guðmundsdóttur og Rakel Grétarsdóttur til æfinga dagana 18. og 19. mars nk.. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, Garðabæ.
10. mars 2025
Knattspyrnudeild KR og N1 hafa framlengt samstarfssamning aðila á milli til tveggja ára, en samningurinn felur í sér stuðning N1 við viðamikið starf knattspyrnudeildar KR. Það voru þeir Arnór Skúli Arnarsson, vörumerkjastjóri N1 og Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, sem undirrituðu samninginn fyrr í dag. Við erum gríðarlega stolt og ánægð að N1 verði næstu árin í stuðningsliði KR. 
27. febrúar 2025
Aðalfundur knattspyrnudeildar KR fór fram í félagsheimili KR miðvikudaginn 26. febrúar kl. 17. Fundinn sóttu 30 manns. Páll Kristjánsson gerði grein fyrir starfsemi deildarinnar 2024. Þá var ársreikningur fyrir síðasta starfsár kynntur og samþykktur sem og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2025. Undir liðnum önnur mál gerði Óskar Hrafn Þorvadsson yfirmaður knattspyrnumála grein fyrir endurskipulagningu á knattspyrnustarfi deildarinnar. Þá var stjórnarmönnum sem létu af störfum á aðalfundi þökkuð góð störf, sér í lagi Páli Kristjánssyni sem lét af formennsku eftir 5 ár í embætti. Ný stjórn var kosin og hana skipa: Magnús Orri Marínarson Schram (formaður) Baldur Stefánsson Bjarki Pjetursson Einar Örn Ólafsson Guðlaug Jónsdóttir Guðrún Ása Björnsdóttir Guðrún Sóley Gunnarsdóttir Haukur Ingi Guðnason Hildur Margrét Nielsen Indriði Sigurðsson
Lesa meira