KNATTSPYRNA

FRÉTTIR

Fréttir frá knattspyrnudeild KR

Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 06 May, 2024
Æfingatafla sumarsins, æfingagras er grassvæðið á milli KR vallar (gervigras) og Meistaravallar (aðalvöllur).
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 27 Apr, 2024
Melabúðin og knattspyrnudeild KR hafa gert með sér samstarfssamning næstu tvö árin, út árið 2025. Merki Melabúðarinnar mun prýða keppnistreyjur hjá meistaraflokkum knattspyrnudeildar á samningstímanum. "Það er ljúft fyrir hverfisverslunina Melabúðina að standa við bakið á hverfisíþróttafélaginu KR, enda er félagið ekki bara í fremstu röð í knattspyrnunni heldur líka með frábært starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Þetta formlega samstarf undirstrikar stuðning okkar en Melabúðin hefur staðið við bakið á félaginu um áraraðir. Sonur minn heimsækir einmitt íþróttahús KR reglulega með leikskólanum sínum og við gætum ekki verið glaðari" segir Snorri Guðmundsson, annar eigenda Melabúðarinnar "Við hjá KR erum gríðarlega stolt af samstarfi við Melabúðina þar sem Melabúðin er okkar hverfisverslun og þar hittast KR-ingar gjarnan og spjalla um gengi liðsins. Melabúðin hefur stutt ötullega við bakið á knattspyrnudeild félagsins undanfarin ár og því sannur heiður fyrir okkur að vera búin að ná formlegum samningi við Melabúðina" segir Einar Örn Ólafsson, stjórnarmaður knattspyrnudeildar KR.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 21 Apr, 2024
Jóhannes Kristinn Bjarnason (Jói) fótbrotnaði í leik KR og Fram í gær. Jói fer í aðgerð í vikunni og verður frá næstu 12 vikur. Góðan bata Jói - mótlæti er til að sigrast á.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 14 Apr, 2024
Sóknarmaðurinn Eyþór Aron Wöhler (2002) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR. Eyþór er uppalinn Mosfellingur en kemur til KR frá Breiðablik. Eyþór á fimm leiki með U21 landsliði Íslands. Eyþór er frábær viðbót við hópinn og erum við spennt að fylgjast með honum í KR treyjunni í sumar. Við bjóðum Eyþór velkominn í KR.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 12 Apr, 2024
Í sumar mun KR vera með knattspyrnuskóla fyrir hressa KR-inga frá 10. júní. Nánari upplýsingar og skráning kemur bráðlega.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 11 Apr, 2024
Hrafn Tómasson (KRummi) leikmaður meistaraflokks varð fyrir því óláni að slíta krossband í leik KR og Fylkis. Krummi fer í aðgerð í maí og verður frá í amk. 9 mánuði. Góðan bata Krummi - mótlæti er til að sigrast á.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 04 Apr, 2024
3. flokkur karla og kvenna í knattspyrnu fara á mót erlendis i sumar og efndu þau til happdrættis til að afla fjár til ferðarinnar. Nú hefur verið dregið úr seldum miðum og vinningsnúmerin má sjá hér fyrir neðan. Krakkarnir þakka fyrir góðar móttökur og veittan stuðning. Vinningana má sækja í KR heimilið á föstudag frá 17 til 18 og á laugardag frá 12 til 13.30. Vinningsnúmer
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 27 Mar, 2024
KR-ingurinn Agnar Kristinsson lést síðastliðinn sunnudag í faðmi fjölskyldu sinnar. Agnar var sannur KR ingur og starfaði fyrir félagið til fjölda ára sem þjálfari í yngri flokka starfi félagsins. Fráfall Agnars er mikill missir fyrir KR samfélagið enda var Agnar sterkur karakter og vandaður maður. Guð blessi minningu hans og samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Agnars.
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 25 Mar, 2024
Það styttist í fyrsta leik á tímabilinu og árskortasala er að fara á fullt. Við förum full tilhlökkunar inn í sumarið og vonum að þið gerið það líka. Það eru þrjú árskort í boði í sumar:
Eftir Sonja Hlín Arnarsdóttir 25 Mar, 2024
Dregið verður úr happdrætti 3. flokks kk. og kvk. strax eftir Páska. Búast má við að vinningar verði afhentir í KR heimilinu 3. eða 4. apríl en nánar verður greint frá því þegar nær dregur og vinningsnúmer birt hér á síðunni. Krakkarnir þakka fyrir stuðninginn. Áfram KR.
Lesa meira
Share by: