KR konur voru stofnaðar 28.nóvember árið 1973. Starfsemi þeirra hefur tekið breytingum í gegnum tíðina en þeirra helsta hlutverk í dag er að styðja við yngri flokka félagsins og vera bakhjarl við rekstur félagsheimilis KR.
Þorrablót Vesturbæinga er hugsmíð KR Kvenna og er orðinn fastur liður í KR heimilinu. Allur ágóði þorrablótsins rennur óskiptur í yngri flokka starf félagsins í ólíku formi.
Umsóknartímabil styrkbeiðna til KR Kvenna er frá 15. september – 15. maí ár hvert.
Fundir eru haldnir mánaðarlega á þessu tímabili og mál tekin fyrir á næsta fundi eftir að beiðni berst. Það eru ekki haldnir reglulegir fundir 20. maí – 15. september og því engar styrkbeiðnir teknar fyrir á því tímabili.
KR-konur stofnuðu fræðslusjóð í maí 2024, sem er til þess fallinn að styrkja KR-inga sem íþróttafólk, einstaklinga og um leið efla félagsandann. Íþróttafulltrúi KR mun halda utan um sjóðinn og deila út styrkjum vegna fræðslu.
Styrkbeiðnir og fyrirspurnir til KR-kvenna: krkonur@kr.is
Saga KR-kvenna
Þann 28. nóvember 1973 komu átján konur saman til fundar í KR heimilinu. Tilgangurinn var að stofna félagsskap kvenna sem hefði það að markmiði að efla og styrkja Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Félagið hlaut nafnið KR Konur og var fyrsti formaður Aldís Schram. Fundir KR Kvenna voru haldnir reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og var þá jafnan eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. KR Konum fjölgaði hratt því á fimm ára afmælinu voru þær 85 talsins.
Fyrsta verkefni KR Kvenna var að fegra félagsheimili KR og stuðla að bættri umgengni. Aflað var fjár til margvíslegra verkefna í gengum tíðina og hafa ýmsar fjáröflunarleiðir verið notaðar s.s. kökubasarar, kaffisölur, bingó, flóamarkaðir, garðplöntusala, sala á húfum, könnum, svuntum, spilum, jólaböll fyrir börnin, jólaföndri, jólakortum og margt fleira.
Við bjóðum allar konur, á öllum aldri sem á einhvern hátt hafa tengst eða tengjast KR velkomnar í okkar hóp.
Formaður - tímabundið leyfi
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi