"ÖFLUG LIÐSHEILD SEM FÓRNAR SÉR"

Öllum opið

Kraftur í KR

Kraftur í KR er samstarfsverkefni Samfélagshússins á Aflagranda 40
og KR sem snýr að hreyfingu fyrir fólk óháð aldri og búsetu. Æfingarnar eru í KR alla
mánudaga og föstudaga kl. 10:30.


Þjálfari er Linda Björk Ólafsdóttir


Æfingarnar eru án endurgjalds.


Styrkja KR


Einstaklingar geta styrkt KR um allt að 350.000 kr en að lágmarki 10.000 kr á ári sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum.


Fyrirtæki geta einnig fengið skattaafslátt vegna styrkja til félagsins. Fyrirtækjum er heimilt að draga frá skatti allt að 1,5% af rekstartekjum.


Almennir styrkir sem koma til KR fara í endurbætur og yngri flokka félagsins.

Nánari upplýsingar

"VIÐ ERUM KR"

Fréttir

Eftir Ásta Urbancic 13 Oct, 2024
Fyrsta mótið í aldursflokkamótaröð HK og Pingpong.is var haldið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi 12. október. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki meyja 14-15 ára og KR sigraði tvöfalt í flokknum því Helena Árnadóttir varð í 2. sæti. Lúkas André Ólason sigraði í flokki pilta 12-13 ára. Alls verða þrjú mót haldin á mótaröðinni í vetur og 8 stigahæstu keppendurnir fá boð á lokamótið, sem verður haldið í vor.
11 Oct, 2024
Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið Alexander Rafn Pálmason til þátttöku í UEFA Development móti sem fram fer í Búlgaríu dagana 17.-23. október næstkomandi. Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið Björgvin Brima Andrésson til þátttöku í undankeppni EM 2025 sem fram fer á Íslandi dagana 25.október. – 5.nóvember næstkomandi. 
11 Oct, 2024
Látin er í Hveragerði Helga Haraldsdóttir íþróttakennari, fremsta sundkona KR á síðustu öld. Helga fæddist 7. júlí árið 1937. Hún hóf æfingar og keppni hjá sunddeild KR árið 1951 og varð fljótt fremsta fremst íslenskra kvenna í skriðsundi og baksundi. Á árunum 1953-1959 setti hún alls 28 Íslandsmet og náðu þau yfir flestar keppnisgreinar skriðsunds og baksunds. Eftir að Helga hætti keppni vorið 1959 var hún í nokkur ár þjálfari hjá sunddeild KR. Jafnframt sneri hún sér að sjósundi og synti m.a. Viðeyjarsund og Helgusund úr Geirshólma í Hvalfirði (Harðarhólma). Helga lauk námi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni og framhaldsnámi frá Íþróttaháskólanum í Osló. Hún starfaði lengi vel sem sundkennari í Reykjavík og Kópavogi. Frá 1990 gerðist hún starfsmaður Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, þar sem hún lauk starfsferli sínum. Helga lést þann 28. sept. sl. 87 ára að aldri. KR sendir eiginmanni Helgu, Agli Gústafssyni, og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðjur.  Helga verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju þann 15. okt. nk.
Fleiri fréttir
Share by: