N1 áfram í liði með KR
10. mars 2025

Knattspyrnudeild KR og N1 hafa framlengt samstarfssamning aðila á milli til tveggja ára, en samningurinn
felur í sér stuðning N1 við viðamikið starf knattspyrnudeildar KR. Það voru þeir Arnór Skúli Arnarsson, vörumerkjastjóri N1 og Magnús Orri Marínarson Schram, formaður knattspyrnudeildar KR, sem undirrituðu samninginn fyrr í dag.
Við erum gríðarlega stolt og ánægð að N1 verði næstu árin í stuðningsliði KR.
Arnór Skúli Arnarsson og Magnús Orri Marínarson Schram