Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð í 2. sæti í meistaraflokki kvenna á Íslandsmótinu í borðtennis, sem fram fór helgina 28. febrúar til 2. mars í TBR-húsinu. Guðbjörg Vala sló Íslandsmeistarann frá í fyrra út í undanúrslitum en náði ekki sigra Nevenu Tasic úr Víkingi í úrslitaleik. Guðbjörg Vala er aðeins 14 ára og á því framtíðina fyrir sér.
Helena Árnadóttir, sem er líka fædd árið 2010, varð Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna, og áttu KR-ingar alla verðlaunahafa í flokknum.
Aldís Rún Lárusdóttir varð í 2. sæti í tvíliðaleik kvenna, en hún lék með Sól Kristínardóttur Mixa úr BH. Guðrún G Björnsdóttir og Hrefna Namfa Finnsdóttir höfnuðu í 3.-4. sæti, sem og Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir.
Davíð Jónsson varð í 3.-4. sæti í einliðaleik í meistaraflokki karla.
Eiríkur Logi Gunnarsson og Pétur Gunnarsson fengu brons í tvíliðaleik karla.
KR átti verðlaunahafa í átta flokkum af níu á mótinu.
Finnur Hrafn Jónsson tók myndirnar sem fylgja með fréttinni. Á forsíðunni má sjá verðlaunahafa KR en Ársól Clöru Arnardóttur, Guðrúnu G Björnsdóttur og Ísak Aryan Goyal vantar á myndina.
Verðlaunahafar á Íslandsmótinu 2025
Meistaraflokkur karla
1. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi
2. Magnús Gauti Úlfarsson, BH
3.-4. Birgir Ívarsson, BH
3.-4. Davíð Jónsson, KR
Meistaraflokkur kvenna
1. Nevena Tasic, Víkingi
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3.-4. Halldóra Ólafs, Selfossi
3.-4. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
1. flokkur karla
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingi
2. Kristján Ágúst Ármann, BH
3.-4. Heiðar Leó Sölvason, BH
3.-4. Karl Andersson Claessson, KR
1. flokkur kvenna
1. Helena Árnadóttir, KR
2. Ársól Clara Arnardóttir, KR
3.-4. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Hrefna Namfa Finnsdóttir, KR
2. flokkur karla
1. Heiðar Leó Sölvason, BH
2. Krystian May-Majewski, BR
3.-4. Ísak Aryan Goyal, KR
3.-4. Piotr Herman, BR
2. flokkur kvenna
1. Emma Niznianska, BR
2. Anna Sigurbjörnsdóttir, KR
3.-4. Sigurlína Guðbjörnsdóttir, KR
3.-4. Þórunn Erla Gunnarsdóttir, KR
Tvíliðaleikur karla
1. Birgir Ívarsson/Magnús Gauti Úlfarsson, BH
2. Ingi Darvis Rodriguez/Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi
3.-4. Alexander Chavdarov Ivanov/Benedikt Aron Jóhannsson, BH/Víkingi
3.-4. Eiríkur Logi Gunnarsson/Pétur Gunnarsson, KR
Tvíliðaleikur kvenna
1. Halldóra Ólafs/Nevena Tasic, Selfossi/Víkingi
2. Aldís Rún Lárusdóttir/Sól Kristínardóttir Mixa, KR/BH
3.-4. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir/Helena Árnadóttir, KR
3.-4. Guðrún G Björnsdóttir/Hrefna Namfa Finnsdóttir, KR
Tvenndarleikur
1. Magnús Gauti Úlfarsson/Sól Kristínardóttir Mixa, BH
2. Ingi Darvis Rodriguez/Nevena Tasic, Víkingi
3.-4. Magnús Jóhann Hjartarson/Eva Jósteinsdóttir, Víkingi
3.-4. Þorbergur Freyr Pálmarsson/Emma Niznianska, BH/BR
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef mótsins hjá Tournament Software: Íslandsmót 2025 | Tournamentsoftware.com
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi