Aðalfundur knattspyrnudeildar KR fór fram í félagsheimili KR miðvikudaginn 26. febrúar kl. 17. Fundinn sóttu 30 manns. Páll Kristjánsson gerði grein fyrir starfsemi deildarinnar 2024. Þá var ársreikningur fyrir síðasta starfsár kynntur og samþykktur sem og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2025.
Undir liðnum önnur mál gerði Óskar Hrafn Þorvadsson yfirmaður knattspyrnumála grein fyrir endurskipulagningu á knattspyrnustarfi deildarinnar. Þá var stjórnarmönnum sem létu af störfum á aðalfundi þökkuð góð störf, sér í lagi Páli Kristjánssyni sem lét af formennsku eftir 5 ár í embætti.
Ný stjórn var kosin og hana skipa: Magnús Orri Marínarson Schram (formaður)
Baldur Stefánsson
Bjarki Pjetursson
Einar Örn Ólafsson
Guðlaug Jónsdóttir
Guðrún Ása Björnsdóttir
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir
Haukur Ingi Guðnason
Hildur Margrét Nielsen
Indriði Sigurðsson
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi