Viðurkenningar á uppskeruhátíð Borðtennisdeildar

Aldís Rún og Pétur borðtennisfólk KR

Borðtennisdeild KR hélt uppskeruhátíð sína í Íþróttahúsi Hagaskóla 27. maí. Deildin bauð iðkendum og foreldrum upp á grillaðar pylsur og veittar voru viðurkenningar til leikmanna. Aldís Rún Lárusdóttir er borðtenniskona KR og Pétur Gunnarsson borðtenniskarl KR þetta árið.


Aðrir leikmenn sem fengu viðurkenningar, m.a. fyrir framfarir, ástundun og fyrir að vera góðir liðsfélagar voru Elvar Pierre Kjartansson, Karl A. Claesson, Pétur Xiaofeng Árnason, Þórarinn Guðnason og Þórunn Erla Gunnarsdóttir. Aldís Rún og Pétur Xiaofeng vantar á forsíðumyndina af verðlaunahöfum, en í þeirra stað eru þær sem tóku við verðlaununum fyrir þeirra hönd.


Haft var eftir Þórarni, sem leikur með öðlingahópnum, að borðtennis væri eitt það besta sem hefði gerst í hans lífi undanfarin ár og að hann vildi gjarnan hafa byrjað fyrr að spila.


Meðfylgjandi eru myndir sem Finnur Hrafn Jónsson tók.

Share by: