Vel heppnað Alvotech og KR mót á Meistararvöllum

Um síðastliðna helgina öttu tæplega 150 lið kappi í tæplega 300 leikjum á Meistaravöllum á hinu árlega Alvotech móti. Mótið er minniboltamót fyrir 6 til 9 ára börn og voru mörg þeirra að taka þátt í sínu fyrsta móti. Mikil leikgleði, frábærir taktar leikmanna og barátta einkenndi spilamennsku liðanna. Og allir á hliðarlínunni voru til fyrirmyndar.

Barna- og unglingaráð KR þakkar styrktaraðila mótsins Alvotech og sjálfboðaliðum helgarinnar fyrir þeirra ómetanlega framlag.
KR þakkar jafnramt liðunum, leikmönnum þeirra, þjálfurum, foreldrum og fjölskyldum kærlega fyrir komuna og við vonumst til að sjá sem flesta á næsta ári á Meistaravöllum.

Share by: