Victor Knútur var fæddur 18.09.1946, hann lést 07.10.2023.
Victor ólst upp í Vesturbænum fyrst á Hjarðarhaga og síðar á Hagamel. Gekk ungur í KR , æfði knattspyrnu með félaginu og lék með öllum yngri flokkunum og upp í meistaraflokk. Victor var í sterkum árgangi sem var mjög sigursæll m.a. Íslandsmeistari í 2. flokki 1963.
Eftir að Victor hætti knattspyrnuiðkun sneri hann sér að félagsmálunum og sat um skeið í stjórn knattspyrnudeildar.
Árið 1989 tók hann við sem gjaldkeri aðalstjórnar og var í því embætti til ársins 1995.
Eftirlifandi eiginkona Victors er Kristín Kristinsdóttir og eignuðust þau fjóra syni sem allir æfðu og kepptu með KR.
Victor var alla tíð mikill KR ingur og lagði félaginu lið á ýmsum sviðum allt til síðasta dags.
KR ingar kveðja Victor með virðingu og þakklæti og eru aðstendum sendar innilega samúðarkveðjur.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi