Tómas sigraði á aldursflokkamóti Dímonar

Sex af sjö leikmönnum KR á palli

Tómas Holloway sigraði í flokki sveina 14-15 ára á aldursflokkamóti Dímonar, sem fram fór fyrsta vetrardag, 28. október, í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. KR átti alla leikmennina á palli í þessum flokki. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð í 2. sæti og Helena Árnadóttir og Viktor Daníel Pulgar urðu í 3.-4. sæti. Þær Guðbjörg og Helena ákváðu að keppa frekar við strákana heldur en við stelpurnar.

Marta Stefánsdóttir varð í 2. sæti í flokki meyja 14-15 ára og Þórunn Erla Gunnarsdóttir varð í 3. sæti.

Myndir frá Pétri Gunnarssyni.

Share by: