Lúkas André Ólason keppti í Riga

Einn þriggja ungra landsliðsmanna

Lúkas André Ólason var einn þriggja ungra leikmanna úr unglingalandsliðshópnum, sem lék á Riga City Council Cup helgina 27.-29. október. Mattia Contu unglingalandsliðsþjálfari var í Riga með drengjunum auk foreldra.

Lúkas keppti í flokki 13 ára og yngri og varð í 16. sæti af 36 keppendum. Hann keppti líka upp fyrir sig í flokki 15 ára og yngri og varð í 51. sæti af 61 keppanda. Alls vann Lúkas 5 leiki á mótinu. Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ.

Share by: