D-lið KR er í 2. sæti A-riðils 3. deildar með 6 stig eftir fjórar umferðir. Liðið, sem er eingöngu skipað konum, vann F-lið KR 6-2, B-lið BR 6-0, Garp 6-2 en tapaði 1-6 fyrir C-liði BH, sem er eina taplausa liðið í deildinni.
F-lið KR leikur einnig í A-riðli. Liðið, sem er að mestu skipað ungum stúlkum, hefur ekki fengið stig þar sem af er keppni, tapaði naumlega 4-6 fyrir liði ÍFR, 1-6 fyrir Garpi og 1-6 fyrir BH-C.
E- og G-lið KR leika í B-riðli deildarinnar. G-liðið er eitt þriggja liða á toppi riðilsins með 6 stig. Liðið er skipað ungum drengjum, og vann KR-E 6-1, en E-liðið skipta leikmenn úr öðlingahópi deildarinnar. G-liðið gerði 5-5 jafntefli við BM og C-lið BR en vann Víking-D 6-0.
KR-E hefur 3 stig í 4. sæti B-riðils, vann HK-C 6-3, gerði jafntefli við Víking-D en tapaði 1-6 fyrir BR-C.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi