Þrír titlar til KR á Íslandsmóti öldunga
25. febrúar 2024

Aldís, Anna, Guðrún og Ingólfur Íslandsmeistarar

Ingólfur Sveinn Ingólfsson varð Íslandsmeistari í einliðaleik karla 40-49 ára og í tvenndarleik 40 ára og eldri með Aldísi Rún Lárusdóttur á Íslandsmeistaramóti öldunga, sem fram fór í Íþróttahúsi Hagaskóla 24. febrúar.
Anna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Gestsdóttir urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna 50-59 ára.
Margir aðrir KR-ingar hlutu verðlaun á mótinu. Yfirlit yfir alla verðlaunahafa og myndir af flestum verðlaunahöfum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is.
Úrslit úr öllum leikjum á mótinu má sjá á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/tournament/7041dd1c-c174-43bc-abc5-7ca98371139f.