Síðustu helgina í janúar fór fram Norðurlandamót í taekwondo í Laugardalshöll, samhliða Reykjavíkurleikunum. Skipulagning mótsins var í höndum Taekwondosambands Íslands og var það glæsilegt í alla staði.
Alls voru 233 keppendur frá öllum Norðurlöndunum skráðir til leiks, þar af 67 frá Íslandi, og sitja sumir hverjir hátt á heimslistanum. Keppt var í bardaga og formum. Sameinuðust íslenskir keppendur í einu Íslandsliði og stóð það uppi sem bardagalið mótsins. Finnar voru með lið mótsins í formum.
KR átti fimm keppendur á mótinu og fengu þrjú þeirra gull í sínum flokki í bardaga og urðu þar með fyrstu Norðurlandameistarar taekwondodeildar félagsins. Guðmundur Flóki Sigurjónsson sigraði -68 kg junior flokk karla, Anton Tristan Lira Atlason sigraði -53 kg cadet flokk karla, og Bryndís Eir Sigurjónsdóttir sigraði -51 kg cadet flokk kvenna. Auk þess komust Bryndís Eir og Bjartur Aðalsteinsson á pall í formum. Alls urðu 10 Íslendingar Norðurlandameistarar á mótinu.
Þetta er glæsilegur árangur hjá okkar keppnisfólki í KR. Auk þess erum við stolt að hafa átt tvo fulltrúa í alþjóðlegu dómaraliði í formum, þau Karl Jóhann Garðarson yfirþjálfara deildarinnar og Álfdísi Freyju Hansdóttur poomsae-þjálfara.
Til hamingju Guðmundur Flók Sigurjónsson, Anton Tristan Lira Atlason og Bryndís Eir Sigurjónsdóttir með titlana - þið eruð félaginu til sóma!
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi