Knattspyrnudeild KR og Pálmi Rafn Pálmason hafa náð samkomulagi þess efnis að Pálmi muni stýra meistarflokki karla hjá KR út leiktímabilið. Pálmi tók við liðinu tímabundið eftir að Gregg Ryder var sagt upp störfum og hefur stýrt liðinu í tveimur síðustu leikjum. Knattspyrnudeild bindur miklar vonir við að Pálmi nái að snúa við gengi liðsins.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi