Vigfús Arnar ráðinn aðstoðarmaður Pálma
30. júní 2024

Vigfús Arnar Jósepsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Pálma Rafns, þjálfara meistaraflokks karla, út tímabilið. Vigfús er okkur KR-ingum vel kunnur en hann lék með yngri flokkum og meistaraflokki KR á sínum tíma.
Vigfús hefur undanfarin ár stýrt uppeldisfélagi sínu Leikni en hætti störfum í sumar.
Við tökum vel á móti Vigfúsi og bjóðum hann velkominn í Vesturbæinn á nýjan leik.