Pálmi Rafn ráðinn aðstoðarþjálfari

Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur ráðið Pálma Rafn Pálmason sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Pálmi er uppalinn Húsvíkingur, spilaði sem atvinnumaður í Noregi í 7 ár áður en hann kom í KR árið 2015 þar sem hann lauk knattspyrnuferlinum árið 2022.

Pálmi tók við þjálfun meistaraflokks kvenna á síðasta keppnistímabili við góðan orðstýr ásamt því að sinna starfi íþróttastjóra KR.

Pálmi var nýverið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar KR og mun hann sinna því starfi áfram. Pálmi hefur UEFA A þjálfaragráðu.


Nýr þjálfari meistaraflokks kvenna verður tilkynntur á morgun, laugardag.

Share by: