A-lið KR efst í 1. deild karla fyrir síðasta leikdag

KR-D í baráttu um að komast í úrslitakeppni í 3. deild

A-lið KR hefur nauma forystu í 1. deild karla fyrir lokaleikina, sem fara fram þann 10. febrúar. Liðið hefur 12 stig eftir 8 leiki eins og A-lið BH en hefur hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja. A-lið Víkings er í 3. sæti með 11 stig. Tveir leikir eru eftir og mætast KR-A og BH-A í lokaumferðinni.

B-lið KR er í neðsta sæti í 1. deild karla með 3 stig.

C-lið KR leikur í 2. deild og er 4. sæti með 5 stig.

D-lið KR er í 2. sæti A-riðils 3. deildar og á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppni deildarinnar. KR-E, KR-F og KR-G leika sömuleiðis í 3. deild.

Sjá má úrslit úr öllum leikjum innan skamms á vefjunum www.bordtennis.is og www.tournamentsoftware.com.

Share by: