Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur ráðið Gunnar Einarsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna út keppnistímabilið 2025.
Gunnar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarna mánuði og þekkir liðið og umhverfið vel. Gunnar spilaði fyrir KR þegar hann kom heim úr atvinnumennsku og varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu.
Gunnar er með þjálfaragráðu UEFA A og hefur mikla reynslu í þjálfun, m.a. hefur Gunnar þjálfað Víking og Leikni Reykjavík.
Theodór Elmar Bjarnason verður Gunnari innan handar, Hildur Guðný Káradóttir mun sá um styrktarþjálfun og markmannsþjálfari er Jamie Brassington, en hann sér einnig um markmannsþjálfun meistaraflokks karla.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi