KR-ingar í verðlaunasætum á BH Open

Fjölmargir KR-ingar voru í verðlaunasætum á BH Open, sem haldið var í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði 20.-21. janúar. Á mótinu var keppt í á annan tug flokka og meðal þátttakenda voru 8 leikmenn frá Hróarskeldu í Danmörku.

Í meistaraflokki kvenna elite átti KR þrjá af fjórum verðlaunahöfum. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir varð í 2. sæti, og Aldís Rún Lárusdóttir og Helena Árnadóttir í 3.-4. sæti. Þær máttu játa sig sigraðar gegn Sól Kristínardóttur Mixa úr BH, sem sigraði.

Í meistaraflokki karla varð Pétur Gunnarsson í 2. sæti og Eiríkur Logi bróðir hans í 3.-4. sæti. Magnús Gauti Úlfarsson úr BH sigraði.

Lúkas André Ólason var eini sigurvegari KR í einliðaleik en hann sigraði í a-flokki undir 14 ára. Marta Dögg Stefánsdóttir varð í 3.-4. sæti í flokknum.

Lúkas varð líka í 3.-4. sæti í opnum flokki C ásamt Tómasi Hinriki Holloway.

Magnús Thor Holloway sigraði í tvíliðaleik "hæsta og lægsta" með Tómasi Inga Shelton úr BH, en í þessum flokki voru stigahæsti og stigalægsti leikmaðurinn paraðir saman. Elvar Kjartansson varð í 2. sæti í tvíliðaleik með Benedikt Jiyao Davíðssyni úr Víkingi og Jón Hansson í 3. -4. sæti með Magnúsi Gauta Úlfarssyni úr BH.

Magnús Holloway varð líka þriðji í a-flokki undir 19 ára.

Óliver Dreki Martinsson varð í 2. sæti í b-flokki undir 15 ára og Marta Dögg Stefánsdóttir í 3.-4. sæti.


Fleiri myndir af verðlaunahöfum má sjá á vef BTÍ, www.bordtennis.is.




Share by: