Alls taka níu KR-ingar þátt í æfingabúðum landsliðsins um helgina en æfingarnar fara fram í Íþróttahúsi Hagaskóla. Peter Nilsson, landsliðsþjálfari, kemur til landsins frá Svíþjóð nokkrum sinnum á ári og heldur æfingar með landsliðshópnum. Að þessu sinni eru bæði leikmenn úr A-landsliðshópi og unglingalandsliðshópi á æfingunum.
Þessir KR-ingar taka þátt um helgina:
Aldís Rún Lárusdóttir
Eiríkur Logi Gunnarsson
Ellert Kristján Georgsson
Gestur Gunnarsson
Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir
Helena Árnadóttir
Lúkas André Ólason
Norbert Bedö
Pétur Gunnarsson
Á forsíðumyndinni má sjá bræðurna Pétur og Eirík Loga á Íslandsmótinu 2024, mynd úr myndasafni BTÍ.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi