Ólafur Gíslason er látinn tæplega 84 ára að aldri. Ólafur var fæddur í Reykjavík 16. nóvember 1936. Hann stundaði knattspyrnu í KR frá unga aldri, og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með KR sumarið 1954. Þeir urðu fleiri sumarið 1955 en það sumar vann KR sinn 15. Íslandsmeistaratitil. Það fóru ekki margir landsleikir fram á þessum árum en 1956 lék Ólafur sinn fyrsta landsleik fyrir Íslands hönd, gegn enska áhugamannalandsliðinu. Hann bætti við öðrum leik sumarið 1957 gegn franska landsliðinu í undankeppni HM, sem fór fram í Svíþjóð sumarið 1958. Leikurinn við Frakka var fyrsti leikur Íslands í HM.
Ólafur lauk fyrri hluta námi í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og lokaprófi frá Kaupmannahafnarháskóla vorið 1962. Hann starfaði síðan lengst af hjá Ístaki og Pihl og Søn, bæði hérlendis og víða um heim. Eftir að alvara færðist í verkfræðinámið mátti knattspyrnan sætta sig við að víkja í annað sætið. Ólafur lék alls 43 leiki með meistaraflokki KR – þá síðustu sumarið 1960.
Ólafur lést þann 28. ágúst sl. KR sendir ekkju Ólafs, Gerðu S. Jónsdóttur, og fjölskyldu þeirra hugheilar samúðarkveðjur við fráfall Ólafs.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi