Deildakeppnin í borðtennis hefst um helgina

Leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi

Deildakeppni karla í borðtennis hefst um helgina og er leikið í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi. Flest liðin leika tvo leiki í deildinni um helgina.

Keppni hefst kl. 9.30 með 2. deild karla, þar sem KR er með tvö lið, KR-B og KR-C.

Kl. 13.30 verður leikið í 1. deild karla, þar sem A-lið KR leikur, en liðið varð deildarmeistari í fyrra.

Sunnudaginn 29. september verður leikið í 3. deild og hefst keppni í A-riðli kl. 9.30, en þar leikur F-lið KR. Keppni í B-riðli byrjar kl. 13.30, en D- og E-lið KR eru í B-riðli.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Share by: