Hjálmarsmótið í borðtennis fór fram í Íþróttahúsi Hagaskóla 15.-16. febrúar. Bæði var keppt í aldursflokkum og styrkleikaflokkum, auk þess sem keppt var í „big table“ tvíliðaleik. Fjölmargir KR-ingar unnu til verðlauna á mótinu.
Í meistaraflokki elite karla voru þrír KR-ingar í verðlaunasætum, þeir Pétur Gunnarsson, Ellert Kristján Georgsson og Norbert Bedö (sjá forsíðumynd) en þeir máttu játa sig sigraða fyrir Þorbergi Frey Pálmarssyni úr BH, sem sigraði nokkuð óvænt á mótinu.
Í meistaraflokki elite kvenna varð Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir í 2. sæti og Guðrún Gestsdóttir í 4. sæti. Halldóra Ólafs úr BM sigraði en Guðbjörg Vala hafði sigrað hana í innbyrðis viðureign (sjá mynd).
Verðlaunahafar:
Meistaraflokkur karla elite
1. Þorbergur Freyr Pálmarsson, BH
2. Pétur Gunnarsson, KR
3. – 4. Ellert Kristján Georgsson, KR
3. – 4. Norbert Bedö, KR
Meistaraflokkur kvenna elite
1. Halldóra Ólafs, BM
2. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. Sól Kristínardóttir Mixa, BH
4. Guðrún Gestsdóttir, KR
Opinn Flokkur B (undir 2000 stigum)
1. Benedikt Aron Jóhannsson, Víkingur
2. Darian Adam Róbertsson Kinghorn, HK
3. – 4. Luca De Gennaro Aquino, KR
3. – 4. Lúkas André Ólason, KR
Opinn Flokkur C (undir 1500 stigum)
1. Benedikt Darri Malmquist, HK
2. Piotr Herman, BR
3. – 4. Magnús Birgir Kristinsson, Víkingur
3. – 4. Sigurjón Ólafsson, HK
Stelpur og strákar u12 ára
1. Brynjar Gylfi Malmquist, HK
2. Guðmundur Ólafur Bæringsson, Garpur
3. – 4. Bragi Páll Hauksson, KR
3. – 4. Úlfur Guðnason, UMF Laugdælir
Stelpur og strákar u15 ára
1. Dawid May-Majewski, BH
2. Almar Elí Ólafsson, Selfoss
3. – 4. Ari Jökull Jóhannesson, Leiknir
3. – 4. Marta Dögg Stefánsdóttir, KR
Karlar og konur 40 ára og eldri
1. Piotr Herman, BR
2. Stefán Orlandi, Selfoss
3. – 4. Hannes Guðrúnarson, KR
3. – 4. Viliam Marcinik, KR
Big table tvíliðaleikur
1. Anton Óskar Ólafsson/Benedikt Aron Jóhannsson, Garpur/Víkingur
2. Gestur Gunnarsson/Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR
3. – 4. Ellert Kristján Georgsson/Luca de Gennaro Aquino, KR
3. – 4. Karl A. Claesson/Magnús Thor Holloway, KR
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi