Gullmót KR 2025

Gullmót KR fór fram í laugardalslaug 14-16 febrúar, um er að ræða fjölmennasta sundmót ársins og voru mikil fagnaðarlæti og fjör í lauginni.

Alls tóku þátt 413 keppendur frá 17 íþróttafélögum

Það voru teknar 1926 stungur og synt 66 boðsund yfir helgina.

KR – superchallenge fór fram á laugardagskvöldið en það er gífurlega skemmtileg útsláttar keppni í 50 metra flugsundi með ljósasýningu, tónlist og tilheyrandi látum


Sigurvegarar KR Superchallenge Karla voru:

1.  Sæti Birnir Freyr Hálfdánarsson frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hann synti á tímanum 25.07 sekúndum

2.  Sæti Aron Bjarki Pétursson frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hann synti á tímanum 26.19 sekúndum

Sigurvegarar KR Superchallenge kvenna voru:

1.   Sæti Jóhanna Elín Guðmundsdóttir frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hún synti á tímanum 27.57 sekúndum

2.   Sæti Vala Dís Cicero frá Sundfélagi Hafnafjarðar en hún synti á tímanum 27.89 sekúndum

Óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn



Það er ekki hægt að halda sundmót án aðstoðar sjálfboðaliða sem gengdu ýmsum störfum um helgina og viljum við þakka þeim innilega fyrir þeirra frábæru störf

Myndir af Gullmóti KR 2025 verða birtar inná facebook síðu KR og facebook síðu Gullmótsins

https://www.facebook.com/krsund

https://www.facebook.com/gullmot

Share by: