7. flokkur kvenna mætti á mót

Á dögunum fór fram mót hjá stelpunum í 7. flokki kvenna. Mótið fór fram í Safamýri í umsjón Víkinga. Stelpurnar okkar léku fjóra leiki, skemmtu sér konunglega og lögðu sig allar fram. Næsta mót stelpnanna er í byrjun mars þegar þær fara á hið árlega Ákamót HK.


Æfingatímar 7.flokks kvenna eru:

Þriðjudagar kl. 15:30-16:20

Föstudagar kl. 16:30-17:20


Við viljum hvetja allar stelpur í 3. og 4. bekk að koma og prófa. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla. Arna Katrín Viggósdóttir er þjálfari stelpnanna og tekur vel á móti þeim.

Share by: