Helgina 25. - 26.janúar léku strákarnir í 7. flokki á þriðja Íslandsmóti vetrarins. Mótið fór fram í Framheimilinu í Úlfarsárdal. 18 strákar tóku þátt í fjórum liðum. Það var gaman að sjá framfarirnar hjá strákunum á mótinu en þeir hafa verið dulegir að æfa undir handleiðslu þjálfaranna sinna. Næsta mót strákanna er í byrjun mars þegar þeir mæta í Kópavoginn og taka þátt á Ákamóti HK.
Æfingatímarnir eru:
Mánudagar kl. 15:30-16:30
Miðvikudagar kl. 15:30-16:20
Æfingar fara fram íþróttahúsi Hagaskóla.
Þjálfarar flokksins eru þeir Antoine, Kári, Hannes og Mikki. Þeir taka vel á móti öllum sem vilja prófa.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi