Lúkas og Viktor sigruðu á aldursflokkamóti HK

10. apríl 2025

Lúkas André Ólason sigraði í einliðaleik pilta 12-13 ára og Viktor Daníel Pulgar í flokki sveina 14-15 ára á aldursflokkamóti HK, sem fram fór í Íþróttahúsi Snælandsskóla í Kópavogi sunnudaginn 6. apríl.

Mótið er liður í aldursflokkamótaröð HK, Butterfly og pingpong.is sem lýkur með lokamóti 3. maí, en á lokamótið komast eingöngu stigahæstu leikmennirnir í hverjum flokki á keppnistímabilinu. Lúkas er efstur í flokki 12-13 ára og með sigri sínum tryggði Viktor sér líka sæti á lokamótinu.

Á forsíðumyndinni, sem er tekin af vef BTÍ, má sjá verðlaunahafa í piltaflokki.

Share by: