7. apríl 2025
Í dymbilvikunni verður boðið upp á Handboltaskóla Gróttu/KR. Skólinn fer fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi milli kl. 09:00-12:00 og er fyrir krakka í 1. - 6.bekk (f. 2018-2013). Skipt verður upp í hópa eftir aldri.
Námskeiðsdagarnir eru:
Mánudagur 14.apríl
Þriðjudagur 15.apríl
Miðvikudagur 16.apríl
Þjálfarar í Páskahandboltaskólanum verða þjálfarar félagsins og leikmenn meistaraflokkanna.
Öll eru velkomin, hvort sem þau hafi æft áður eða eru byrjendur.
Skráning fer fram í Aber en beinn skráningarhlekkur er hérna:
https://www.abler.io/shop/grotta/handbolti/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MzkxMzQ=
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi