Sex leikmenn úr KR leika á Klubbresornars klubbresa mótinu í Gautaborg um helgina. Þau Aldís Rún Lárusdóttir, Ellert Kristján Georgsson, Gestur Gunnarsson og Pétur Gunnarsson taka þátt sem hluti af landsliðshópi BTÍ. Auk þeirra leika Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir á mótinu á eigin vegum.
Öll leika þau í nokkrum flokkum.
Hér má fylgjast með úrslitum úr leikjum á mótinu: Klubbresornas Klubbresa 2024 (ondata.se)
Á forsíðumyndinni má sjá Aldísi, Ellert og Pétur með Óskari Agnarssyni úr HK og Magnúsi Jóhanni Hjartarsyni úr Víkingi.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi