Guðrún sigraði á Landsmóti UMFÍ 50+
9. júní 2024

Sex KR-ingar í verðlaunasætum
Guðrún Gestsdóttir sigraði í kvennaflokki á Landsmóti UMFÍ 50+, en leikið var í Vogum 8. júní. Þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í borðtennis á þessu móti.
KR átti alla verðlaunahafa í kvennaflokki en Anna Sigurbjörnsdóttir varð önnur, Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir varð þriðja og Guðrún Ólafsdóttir fjórða.
Í karlaflokki varð Guðmundur Örn Halldórsson í þriðja sæti og Finnur Hrafn Jónsson í fjórða sæti. Þeir biðu lægri hlut fyrir Bjarna Þorgeiri Bjarnasyni úr HK, sem sigraði, og Jóni Gunnarssyni úr BR, sem varð í öðru sæti.