Ellert Kristján Georgsson sigraði í tveimur stigaflokkum á Klubbresornars klubbresa mótinu í Gautaborg, sem fram fór um helgina. Hann sigraði í undir 1900 stiga flokki og undir 2000 stiga flokki. Þá fékk hann brons í undir 2150 stiga flokki.
Pétur Gunnarsson tapaði í úrslitum í undir 1900 stiga flokki fyrir Ellert, og fékk því silfur. Hann vann svo bronsverðlaun í undir 2200 stiga flokki.
Gestur Gunnarsson, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir náðu ekki á verðlaunapall en unnu leiki. Aldís Rún Lárusdóttir lék veik fyrri dagana og endaði á að draga sig úr keppni.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi