Leikmenn og fjölskyldur þeirra skemmtu sér á jólaforgjafarmóti Borðtennisdeildar KR í Íþróttahúsi Hagaskóla. Leikin var ein lota upp í 51, og fengu þátttakendur forgjöf miðað við ætlaða getu þeirra. Einnig var boðið upp á piparkökur og mandarínur.
Luca de Gennaro Aquino, leikmaður í úrvalshópi deildarinnar sigraði á mótinu. Júlía varð í 2. sæti og Álfrún Milena Kvaran og Magnús Thor Holloway höfnuðu í 3.-4. sæti.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi