14. desember 2024
Lúkas André Ólason sigraði í flokki sveina 14-15 ára á jólaunglingamóti Víkings 7. desember. Hann lagði Heiðar Leó Sölvason úr BH 3-1 í úrslitaleik og var það eina lotan sem hann tapaði á mótinu.
Júlía Fönn Freysdóttir sigraði í tátuflokki, 11 ára og yngri. Hún lagði Sigrúnu Ýri Hjartardóttur úr Garpi 3-2 í úrslitaleik.
Anna Villa Sigurvinsdóttir og Helga Ngo Björnsdóttir höfnuðu 3.-4. sæti í flokki táta 11 ára og yngri.
Þórunn Erla Gunnarsdóttir varð í 2. sæti í flokki meyja 14-15 ára og Álfrún Milena Kvaran varð í 2. sæti í flokki telpna 12-13 ára.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi