Dagana 13.-15. júní fór fram TM mót í Vestmannaeyjum fyrir 5. flokk stúlkna. Mótið í ár var annað stærsta mótið frá upphafi en alls tóku 120 lið þátt frá 34 félögum, alls um 1.200 keppendur víðsvegar af landinu.
Eins og þau segja þá gerast ævintýrin í Eyjum, og þar verða góðar minningarnar til líka. 43 kátar KR stelpur geta borið vitni um það.
KR1 stóð uppi sem sigurvegari á mótinu og er því TM mótsmeistari 2024, sem er glæsilegur árangur hjá liðinu. Það voru lið KR og Vals sem mættust á Hásteinsvelli í úrslitaleik TM-mótsins 2024. KR-ingar komust yfir snemma leiks með marki Oktavíu Gunnarsdóttur og þrátt fyrir tilraunir Vals til að jafna leikinn tókst þeim það ekki og KR-ingar því meistarar.
KR2 lenti í 3. sæti um Gullbergsbikarinn
KR3 lenti í 8. sæti um Stígandabikarinn
KR4 lenti í 2. sæti um Herjólfsbikarinn
KR5 lenti í 8. sæti um Sigurðarbikarinn
KR átti þrjá fulltrúa í liði mótsins, en þær Oktavía Gunnarsdóttir, Agnes Lóa Sæmundsdóttir og Hrafnhildur Anna Stefánsdóttir voru allar í liði TM mótsins.
Agnes var fulltrúi KR í Pressuliði mótsins.
Þjálfarar flokksins eru þau Guðjón Kristinsson, Hildur Björg Kristjánsdóttir og Bjarki Pjetursson.
Greinilega efnilegar stúlkur hér á ferð og framtíðin er björt hjá KR.
KR 5: Sól, Hekla, Rebekka, Melkorka Margrét, Lára Salvör og Saga Björk
Krjúpandi: Irena Mar
8. sæti um Sigurðarbikarinn
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi