Guðbjörg Vala sigraði í stúlknaflokki C í Hasselt

Helena fékk brons í stúlknaflokki C

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í flokki Girls-C og Helena Árnadóttir varð í 3.-4. sæti á International Youth Cup 2024 mótinu í Hasselt í Belgíu, sem fram fór 18.-20. maí. 

Þær Guðbjörg og Helena höfnuðu í 2. sæti í liðakeppni í flokki Girls-C á eftir þýska liðinu Holstein Quickborn en í 3. sæti varð annað þýskt lið, Erdmannhausen.


Hópur íslenskra unglinga úr unglingalandsliðshópnum lék á þessu móti, og var bæði leikið í liðakeppni og einliðaleik. Skipt var í flokka A til E eftir fæðingarári keppenda. Í sumum aldursflokkum var bæði keppt í „elite“ flokki og í venjulegum flokki. Þær Guðbjörg Vala og Helena voru þær einu í hópnum sem komust á verðlaunapall.


Share by: