KR Íslandsmeistari í liðakeppni sveina og meyja

Lið frá KR urðu Íslandsmeistarar í liðakeppni sveina og meyja fæddra 2010-2011, sem fram fór á Selfossi þann 16. nóvember. Lið KR í sveinaflokki skipuðu Lúkas André Ólason og Viktor Daníel Pulgar en þeir lögðu lið BH 3-1 í úrslitaleiknum.

Í meyjaflokki hafði A-lið KR mikla yfirburði og þær Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir unnu alla leiki sína án þess að tapa lotu. Í 2. sæti var sameiginlegt lið KR og BR, sem var skipað Mörtu Dögg Stefánsdóttur og Þórunni Erlu Gunnarsdóttur úr KR og Emmu Niznianska úr BR.

KR-ingurinn Pétur Xiaofeng Árnason var í sameiginlegu liði KR og Selfoss sem varð í 2. sæti í drengjaflokki.

Share by: