Atli Hrafn Andrason (1999) er kominn heim í KR en Atli spilaði upp alla yngri flokka KR áður en hann fór ungur út í atvinnumennsku til Fulham aðeins 17 ára gamall. Atli kom heim nokkrum árum seinna og hefur spilað með Víking, Breiðablik og núna síðast HK eftir að hann kom heim.
Atli Hrafn á 25 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur hann skorað 2 landsliðsmörk.
Við erum mjög glöð að fá Atla aftur heim í Vesturbæinn og hlökkum til að sjá hann aftur í svörtu og hvítu.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi