KR-C og KR-D í úrslitakeppni í 2. og 3. deild
12. febrúar 2024

Úrslitakeppnin 6. og 13. apríl
C-lið KR varð í 4. sæti í 2. deild eftir lokadag deildarinnar 10. febrúar. D-lið KR varð í 2. sæti A-riðils 3. deildar og tekur þátt í úrslitakeppni 3. deildar.
Undanúrslit í deildakeppninni fara fram 6. apríl, en þá mætir KR-C B-liði HK, sem urðu deildarmeistarar í 2. deild.
D-lið KR mætir liði BM (Borðtennisfélags Mosfellsbæjar) í undanúrslitum 3. deildar sama dag.
Á forsíðunni má sjá hluta leikmanna liðs KR-D.