Fimm gull til KR-inga í Hróarskeldu
11. febrúar 2024


KR-ingar unnu fimm gullverðlaun á Spar Nord Roskilde Cup, sem fram fór í Hróarskeldu í Danmörku 3.-4. febrúar.
Norbert Bedo fékk gull í Herre klass 2 og í flokki Åben B.
Tómas Hinrik Holloway sigraði í flokki Herre junior D.
Viktor Daníel Pulgar fékk gull í flokki Drenge D.
Lúkas André Ólason vann flokk Yngre drenge B.
Aldís Rún Lárusdóttir varð í 2. sæti í Dame klasse 1 og í 3.-4. sæti í flokknum Damer elite.
Þá fékk Marta Dögg Stefánsdóttir silfur í flokknum Dame ungdom åben B.
Vegna óhapps á Keflavíkurflugvelli föstudaginn 2. febrúar var fluginu út aflýst og var flogið út að morgni laugardags. Misstu flestir leikmenn KR því framan af keppni á laugardeginum en létu það ekki á sig fá.
Myndir af öðrum verðlaunahöfum KR má sjá á vef BTÍ, Góður árangur í Hróarskeldu | Borðtennissamband Íslands (bordtennis.is)