A-lið KR deildarmeistari í 1. deild karla

KR-B féll í 2. deild

A-lið KR varð deildarmeistari í 1. deild karla eftir 5-5 jafntefli við A-lið BH í lokaumferð deildarinnar. Bæði liðin luku keppni með 15 stig en KR-A var með hagstæðara hlutfall unninna og tapaðra leikja. Leikið var í Íþróttahúsi Hagaskóla laugardaginn 10. febrúar.

Úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í apríl. KR-A mætir HK-A í undanúrslitum þann 6. apríl, en í hinum undanúrslitunum leika BH-A og Víkingur-A. Úrslitaleikurinn verður 13. apríl.

B-lið KR hafnaði í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig, og féll í 2. deild.

Á forsíðumyndinni má sjá lið KR-A sem lék úrslitaleikinn, þá Norbert Bedo, Pétur Gunnarsson og Ellert Kristján Georgsson. Auk þeirra léku Gestur Gunnarsson og Karl A. Claesson með liðinu í vetur.

Share by: