Körfuboltabúðir KR í sumar

Við minnum á að skráning er hafin í körfuboltabúðir KR fyrir sumarið. Búðirnar eru fyrir börn fædd frá 2007 til 2017. Skráning fer fram inni á Abler.


Körfuboltabúðirnar hefjast 10. júní og lýkur 5. júlí.


Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari meistaraflokks karla hefur yfirumsjón með búðunum en með honum verða Helgi Már Magnússon, Gunnar Ingi Harðarson og Hörður Unnsteinsson.


Búðirnar verða alla virka daga á umræddu tímabili og skráð er í viku í senn inni í Abler. 


Skráning hér: https://www.abler.io/shop/kr/korfubolti 


Börn fædd 2013 til 2017

Frá klukkan 9 til 12 með möguleika á gæslu til klukkan 15. Jakob Örn Sigurðarson þjálfari meistaraflokks karla mun þjálfa þennan hóp.


Börn fædd 2011 til 2012

Frá klukkan 13:30 til 15:30 og er æfingunum skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu. Helgi Már Magnússon mun sjá um körfuboltaæfingarnar. Helgi hefur mikla reynslu af körfubolta bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur þjálfað meistaraflokk og þjálfaði í vetur 7.flokk drengja hjá KR. 


Gunnar Ingi Harðarson mun sjá um styrktaræfingarnar. Gunnar hefur verið styrktarþjálfara meistaraflokka KR seinustu tvö tímabil og var einnig með yngri flokka okkar í styrktaræfingum í vetur við góðan árangur. 


Börn fædd 2007 til 2010

Frá klukkan 16:30 til 18:30 og er æfingunum skipt upp í körfuboltaæfingu og styrktaræfingu. Helgi mun sjá um körfuboltaæfingarnar fyrir strákana og Hörður Unnsteinsson fyrir stelpurnar. Hörður hefur þjálfað meistaraflokk kvenna og yngri flokka hjá okkur seinustu tímabil og átt stóran þátt í því að kvennakarfan í KR er á mikilli uppleið og margar efnilegar stelpur að skila sér í meistaraflokk.


Skráning hér: https://www.abler.io/shop/kr/korfubolti

Share by: