Dagur þrjú á Esbjerg Swim Cup
12. maí 2024


Flotta sundfólkið okkar heldur áfram að standa sig með prýði á Esbjerg Swim Cup. Þetta er þriggja daga mót með löngum mótshlutum og krakkarnir búnir að synda margar greinar. Þetta gerir seinasta dag mótsins erfiðan en KR-ingar sýna hvað í þeim býr og gefast ekki upp. Þau héldu áfram að bæta sýna bestu tíma en Timotei synti sig inní úrslit í 25 metra baksundi á tímanum 16,02 sekúntur
Hann gerði svo enþá betur í sjálfum úrstlitunum þar sem hann synti á tímanum 15,83
Áfram KR!!!