Komdu og prófaðu handbolta

EM í handbolta kvenna er í fullum gangi þessa dagana. Mótið er haldið í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi og leikur íslenska liðið í riðli með Hollandi, Þýskalandi og Úkraínu.


Næsti leikur liðsins er í dag, þriðjudag kl. 19:30 gegn Þýskalandi.



Við hvetjum alla sem vilja koma og prófa handbolta hjá okkur í KR að kíkja á æfingu á meðan EM stendur yfir þeim að kostnaðarlausu.


Þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.


Æfingatöflu KR og Gróttu/KR má sjá hérna: https://www.kr.is/handbolti

 

Áfram KR, áfram Ísland og áfram handbolti !

Share by: