Nú um helgina hélt landsliðsmaðurinn í taekwondo og KR-ingurinn Guðmundur Flóki Sigurjónsson á sterkt mót í Rúmeníu, Balkan Open. Þetta var síðasta alþjóðlega mótið á dagskrá þetta árið og er skemmst frá því að segja að okkar maður sigraði sinn flokk með öruggum hætti og er þetta besti árangur sem Íslendingur hefur náð í junior flokki síðan árið 2017.
Við óskum honum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í jólaprófunum sem hófust strax að lokinni keppni. Hlýtur að teljast góður undirbúningur fyrir líkama og sál að koma heim með gull.
Þetta var ekki fyrsta keppnisferðin erlendis á þessu ári hjá Guðmundi Flóka en með honum í för var Anton Tristan Atlason Lira en hann fór þarna á sitt fyrsta mót erlendis. Anton keppir í cadet flokki og komst þar á pall með brons. Gott fyrsta skref en hann stefnir alltaf hærra.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi