Guðbjörg Vala sigraði í tveimur flokkum í Odense

Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir sigraði í tveimur flokkum og fékk eitt brons á OB Stævne mótinu í Odense í Danmörku um síðustu helgi. Guðbjörg sigraði í flokkunum Dame Senior 2 DS og Dame Junior B DS, fékk brons í flokknum Pige Elite DS og varð í 5.-8. sæti í flokki Dame Junior Elite DS.

Helena Árnadóttir varð í 5.-8. sæti í flokkunum Dame Junior B DS og í Pige Elite DS. 

Aldís Rún Lárusdóttir vann nokkra leiki en komst ekki í fjórðungsúrslit.

Auk KR kvennanna lék Sól Kristínardóttir Mixa úr BH á mótinu.

Share by: