Aldís, Guðbjörg Vala og Helena leika með kvennalandsliðinu í Danmörku

Þrjár borðtenniskonur úr KR leika með kvennalandsliðinu á OB stævne í Odense í Danmörku um helgina. Þetta eru þær Aldís Rún Lárusdóttir, Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir. Fjórða landsliðskonan í hópnum er Sól Kristínardóttir Mixa úr BH.

Þetta er í fyrsta skipti sem þær Guðbjörg Vala og Helena eru valdar í A-landsliðsferð, en þær eru fæddar árið 2010.

Share by: