A-lið KR í 3. sæti í 1. deild karla eftir sex umferðir

B-lið KR í 2. sæti í 2. deild

A-lið KR er í 3. sæti í 1. deild karla eftir sex umferðir af tíu, en leikið var í 5. og 6. umferð í deildakeppni karla í Íþróttahúsi Hagskóla helgina 23.-24. nóvember. A-lið KR hefur sex stig, en A-lið Víkings er efst með 12 stig og A-lið BH hefur 10 stig.


B-lið KR er í 2. sæti í 2. deild með 10 stig og fylgir fast á eftir B-liði HK, sem hefur 12 stig. C-lið KR hefur 1 stig eins og BM á botni deildarinnar.


Í 3. deild er KR með þrjú lið en leikið er í tveimur riðlum í deildinni. KR-F er í 3. sæti í A-riðli og KR-D í 3. sæti í B-riðli og KR-E í 4. sæti.


Úrslit úr leikjum KR-liðanna um helgina:

1. deild karla

Víkingur-A – KR-A 6-2
HK-A – KR-A 1-6


2. deild karla

KR-C – BH-C 0-6
KR-B – BR-A 6-0
KR-C – KR-B 1-6


3. deild karla

Garpur – KR-F 0-6
KR-E – Umf. Selfoss 1-6
KR-E – KR-D 1-6



Share by: