Jakob Gunnar Sigurðsson (2007) hefur skrifað undir þriggja ára samning við KR, út keppnistímabilið 2027.
Jakob er mjög efnilegur framherji sem kemur frá Húsavík. Hann hefur spilað 43 meistaraflokksleiki fyrir Völsung og skorað 14 mörk. Í sumar hefur hann spilað 12 leiki fyrir Völsung og skorað í þeim 11 mörk. Hann hefur einnig spilað 6 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Jakob klárar tímabilið fyrir norðan og kemur svo í Vesturbæinn eftir tímabil.
Við erum mjög stolt að KR varð fyrir valinu og hlökkum til að sjá hann blómstra í KR treyjunni.
Ertu með góða hugmynd,
eða ábendingu?
Þú getur líka sent okkur
almenna fyrirspurn
- einelti eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi