Aldís og Guðrún keppa á HM öldunga

KR-konurnar Aldís Rún Lárusdóttir og Guðrún G Björnsdóttir keppa þessa dagana á heimsmeistaramóti öldunga í Róm á Ítalíu, eða ITTF World Masters Championships eins og mótið er núna kallað. Keppnin fer fram 6.-14. júlí, keppendur eru um 6.100 talsins og er keppt á 350 borðum. Keppt er í 5 eða 10 ára aldursflokkum frá 40 ára aldri, en elsti aldursflokkurinn er fyrir 90 ára og eldri.

Þær Aldís og Guðrún keppa í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik 40 ára og eldri, og fengu erlenda meðspilara í tvenndarleik þar sem þær eru einu keppendur Íslands.

Til þessa hefur Guðrún unnið tvo leiki í einliðaleik og Aldís einn og saman unnu þær einn leik í tvíliðaleik en aðrir leikir töpuðust.

Hér má sjá úrslitin úr leikjum á mótinu: https://wmc2024.ittf.com/

Share by: